Vítamín D og kalkbúskapurinn

Tryggvi Jónasson kíropraktor, 12.06.2019.

 

Húðin framleiðir vítanín D  þegar sólin skín á bert hörundið. Þessi litla setning er  á stað í grein eftir Laufey Steingrímsdóttir  í bækling beinverndar  haustið 2010. Þessi perla fékk mig til að stansa við eitt augnablik og kveikti í löngun til að gera setningunni  ítarlegari grein.

Húðin sem líffæri og ókeypis vítamín D framleiðsla.

  1. Húðin framleiðir vítamín D  þegar sólin  skín á bert hörundið. Ég mæli ekki með að vera í sólinni til að verða brúnn, frekar að fá nægilega sól til að halda eðlilegu magni af vítamín D í líkamanum og viðhalda heilsu eins og móðir náttúra ætlaði okkur.  Ef þú hefur ákveðið að vellíðan sem fæst úr sólböðum er þyngra á metunum en hættan á sólbruna mun ég ekki ráðleggja þér frá því að fá meiri geislun af útfjólubláum geislum en er nauðsynlegt fyrir góða heilsu svo lengi sem þú þekkir og sættir þig við áhættuna og forðast að brenna. Það er augljóst að „eitthvað magn af sól er góð“ má ekki túlka að „mikið er betra“. Óæsklileg afleiðing of langra sólbaða  geta falist í hrukkum, sortuæxli  eða húðkrabba. Úr því að sólin er góð heilsunni en getur líka skaðað heilsuna vaknar strax spurningin hvað er rétt magn? Hér seinna í greininni mun ég koma með vegvísa undir kaflanum sólartöflur og tími. Þar eru viðmið sem  er auðvelt að fylgja. Sólskin á bert hörundið byggir á auðveldan hátt upp vítamín D magn líkamans. Ef þú ferð í sólbað í sundskýlu eða bikíni framleiðir húðin magn af vítamín D sem er á milli 10000-20000 IU þegar þú hefur baðað þig nógu lengi til að húðin verði létt bleik 24 tímum eftir að sólbaði er lokið (kallast lágmarks skammtur sólar). Ég mæli gegn því að brenna í sólinni og mæli eindregið með því að hafa andlitið ekki í sólinni (nota sólskyggni). Í þeim tilvikum sem tíminn í sólinni er styttur í aðeins fjórðung til helminginn af þeim tíma sem það tekur húðina að verða bleik er öruggasta aðferðin til að byggja skynsamlega  upp vítamín D framleiðsluna.  Ef það er gert   þrisvar í viku  mun safnast upp  magni af vítamín D í líkamanum á viku sem er frá 20.000-30.000 IU (skammturinn endist líkamanum í u.þ.b. 20 daga).  Þessi tími í sólinni er nóg til að laga vítamín D skort. Í bók  Holicks hefur hann  reiknað út að framleiða 2.000-4.000 IU af vítamín D þarft þú að bera handleggi og fótleggi (sem eru um 25% af yfirborði líkamans) í fjórðung til helming af þeim tíma sem húðin verður bleik á 24 tímum eftir sólbaðið. Það er svo sem ekki nauðsynlegt að vera svo lengi í sólinni sem lágmarksskammtur sólar er,  en það er gott að átta sig á því hve langur tími skynsamlegur og heilbrigður sólbaðstíminn er. 

    Svæði líkamans sem hlutfall af fleti skinns.

    • Andlit 9%
    • Handleggir 18%
    • Kviður og brjóst 18%
    • Bak 18%
    • Fóleggir 36%
    • Aðrir hlutar 1%

     

    Öll þessi svæði hafa jafnam möguleika að framleiða vítamín D í sólinni, ef þú hefur áhyggjur af hrukkum er gott að hylja andlitið t.d. með derhúfu, nóg er að bera handleggi eða fótleggi og skynsamlegt að nota almenna sólarvörn. Sólarvörn útilokar nánast alveg framleiðslu húðarinnar á vítamín D. SPF8 minnkar framleiðsluna un 90%, SPF15 minnkar framleiðslna um 95% og SPF30 um 99%.  Notaðu sólarvörn sem hefur blokk í ca 15 þá er hægt að njóta útiverunnar og um leið minnkað líkleg skaðleg áhrif sólarinnar.

    Ég verð að hafa í huga að sólarbrúnka er nokkuð annað en sólarbruni. Þegar skinnið brennur undan sólinni verður það rautt og geta í sumum tilvikum komið blöðrur á hörundið og þær rifnað með óþægindum. Rauðkan sem er þekkt á vísindamáli sem bólguviðbrögð (inflammation) og eykur blóðstreymi til hörunds og bjúgur, hiti og verkur fylgir. Þetta byrjar u.þ.b. 4 tímum eftir sólarlýsingu húðar og nær hámarki á átta til tuttugu og fjórum tímum  seinna.  Frumur húðarinnar deyja en mynda ekki krabbamein. Hræðsla við krabbamein er aðal ástæða þess að menn fái móðursýkiskast út sólböðum,  en  samhengi sólbaða og krabbameins er ekki eins einfalt og halda mætti.

    Melanín í húð sem er dökka litarefnið í húðinni sem ver húðfrumur fyrir eyðileggingarmætti sólarinnar, en vissir hópar manna hafa meiri líkur á myndun húðkrabbameins en aðrir. Fólk með ljósari húð hafa meiri líkur á því að mynda húðkrabbamein en þeir sem eru með meira af litarefni í húð. Vísindamenn hafa flokkað húð eftir melanínmagni í húð. Húðgerðirnar í eftirfarandi töflu frá 4-6 eru einstaklingum frá Asíu og Afríku. Ef þú þekkir ekki húðtýpu þína er eftirfarndi tafla leiðbenandi:

    • Ég brenn alltaf í sólbaði fæ aldrei lit í húð, er bjartur yfirlitum og með ljóst eða rautt hár: húðgerð 1
    • Ég brenn auðveldlega, verð varla brúnn af sólbaði og er bjartur yfirlitum: húðgerð 2
    • Ég brenn stundum og fæ dökkan húðlit stig af stigi: húðgerð 3
    • Ég brenn sjaldan og fæ alltaf dökkan húðlit: húðgerð 4
    • Ég brenn sjaldan, og er með miðlungs eða dökka húð: húðgerð 5
    • Ég brenn aldrei, og verð „svartur“: húðgerð 6

     

    Framhaldið er spennandi, og náðsamlega spurningin er: hvernig heppnast mér með stöðuna á milli áhættu af sólböðum og verðlauna af betri vítamín D búskap og meira kalkmagni í beini? Þannig að útfjólubláir geislar sólar gefi mér ókeypis skammt af heilsu.

    • Áætla hve langan tíma það tekur að húðin fær bleikan lit af sólarljósi í aðstæðum sem þú ert  í heima eða á ferðalagi.
    • Leyfðu sólinni að skína á bera húðina í 25-50% af þeim tíma sem þú veist að húðin er að ná bleikum lit. Útreikningar sýna að berun húðar tvisvar til þrisvar sinnum í viku er nægilegt til að húðin framleiði nóg vítamín D til að fá ókeypis skammt af heilsu.
    • Eftir tíma með bera húðina í sólinnileggðu efni eða dulu yfir húðina, eða notaðu  sólarvörn,með styrleika SPF15-30. Þessi ráðstöfun minnkar líkur á hrukkum eða sjaldgæfara krabbameini.

    Því meira af húð sem er ber í sólinni þeim mun meira af   vít D er framleitt í húðinni. Ef þú ert í sundfötum í lauginni eða á sólarströnd þá er styttri tími næginlegur til að ná lágmarksgildum af vítamín D magni til ókeypis heilsu.

Sólartöflur og tími.

  1. Á frekar einfaldan og skynsaman hátt get ég ráðlagt hvað er skynsamlegur viðverutími í sól til að fá góða Dvít framleiðslu. Fyrst þarft þú að vita hvaða skinngerð  þú hefur (sjá að framan). Ég hef valið fjóra staði til að miða við, Reykjavík, Bournemouth Englandi, Alicante á Spáni og Florida BNA.
     

    Tafla 1 Öruggt sólbað til framleiðslu á vít D á norðlægum breiddargráðum t.d.Reykjavík

    Árstími Okt-mars apríl-maí júní-ágúst       sept.
    Kl. 8.00-11.00
    skinnt.1       20-25 mínútur      15-20 mínútur      20-25 mínútur
    skinnt.2       25-40     “      20-30      “      25-40      “
    skinnt.3       30-50      25-40      30-50
    kl. 11.00-15.00
    skinnt.1     10-20 mínútur      5-10 mínútur     10-20 mínútur
    skinnt.2     15-25     “     10-15    “     15-25     “
    skinnt.3     20-30     “     15-20    “     20-30     “
    Kl.15.00-18.00
    skinnt.1     20-25 mínútur     15-20 mínútur     20-25 mínútur
    skinnt.2     25-40     “     20-30      “     25-40     “
    skinnt.3     30-50    “     25-40      “     30-50     “
     

     

     Tafla 2 Öruggt sólbað til framleiðslu á vítamín D á miðlægum breiddargráðum, t.d. Bournemouth Engl.

    kl.8.00-11.00
    Árstími nov-feb apríl-maí júní-ágúst      sept.
    Skinnt.1     15-20 mínútur      10-15 mínútur      15-20 mínútur
     Skinnt.2     20-30     “     15-20      “     20-30      “
    skinnt.3     30-40      “     20-30      “     30-40      “
    kl.11.00-15.00
    skinnt.1     10-15 mínútur      2-8 mínútur     10-15 mínútur
    skinnt.2     15-20    “      5-10    “     15-20     “
    skinnt.3     30-40     “     15-20    “     30-40    “
    kl.15.00-18.00
    skinnt.1     15-20 mínútur      10-15 mínútur     15-20 mínútur
    skinnt.2     20-30     “     15-20      “     20-30      “
    skinnt.3     30-40     “     20-30      “     30-40       “
    Tafla 3 Öruggt sólbað til framleiðslu vítamín D á suðlaægum breiddargráðum í Alicante Spáni/Florida
     

    Árstími

    nov-feb mars-maí júní-ágúst sept.-okt.
    kl.8.00-11.00
    skinnt.1     15-20 mínútur     10-15 mínútur      5-10 mínútur     10-15 mínútur
    skinnt.2     20-40     “     15-20     “     10-15     “     15-20     “
    skinnt.3     30-60     15-30     10-20     15-30
    kl.11-15.00
    skinnt.1     10-15 mínútur      5-10 mínútur      1-5 mínútur      5-10 mínútur
    skinnt.2     15-30     “     10-20     “      5-10     “     10-20     “
    skinnt.3     20-30     15-25     10-15     15-25
    kl.15.00-18.00
    skinnt.1     15-20 mínútur     10-15 mínútur      5-10 mínútur     10-25 mínútur
    skinnt.2     20-40     “     15-20     “     10-15     “     15-20     “
    skinnt.3     30-60     “     15-30      “     10-20     “     15-30     “

 

Kalkbúskapurinn

  1. Það er algengt að menn viti lítið um hlutverk kalks í daglegri starfsemi líkamans. Kalks er þörf í samdrætti hjarta og líkamsvöðva, fyrir víkkun og þrengingu æða, framleiðslu hormóna og efnahvata, og leiðni á taugaboðum um allan líkamannn. Líkaminn gerir það sem nauðsynlegt er til að halda jöfnum styrk  kalks í blóði, vöðvum og líkamsvef og vökva sem umlykur frumur líkamans þó að það sé minna en eitt prósent af öllu kalki í líkamanum sem styrkir þessa starfsemi. Kalk gegnir lykilhlutverki í blóðstorknun. Gallsölt í meltu eru erta ristilfrumur og eru krabbameinsvaldandi í ristli. Kalk gengur í efnasamband við gallsölt og gerir þau óvirk í ertingu á slímhúð ristils.  Mesta allt kalk er geymt í beinum og tönnum um 99 %. Þar er endurnýjun beins svo lengi sem maður lifir, stanslaust niðurbrot á beini og endurnýjun á nýmynduðu millifrumuneti í beini sem mót sem eftirmyndin er steypt eftir. Jafnvægi á  nýmyndun beins og niðurbrot breytist með aldri. Beinmyndun er umfram niðurbrot í vaxandi börnum, en hjá fullvöxnum einstaklingum og framan af aldri er jafnvægi á millli þessarra tveggja þátta. Í fullorðnum og gömlu fólki sérstaklega hjá konum eftir tíðarhvörf, er meira niðurbrot beins en nýmyndun sem leiðir af sér tapaðan beinmassa og áhættu a´úrkölkun með tíma.Við þurfum öll á kalki að halda til að þrífast, rétt eins og við þurfum vatn. En það er sérstakur balans sem þarf að vera í líkamsstaaarfseminni, svokallaður homeostasis eða jafnvægishneigð. Það er hægt að kalla jafnvægishneigð kalkjóna í líkamanum sem þungamiðju fyrir ýmsa lífeðlisfræðilega starfsemi. Ef líkaminn hefur of lítið af kalki í blóði  verður mjúkur vefur til dæmis vöðva og taugafrumur óstarfhæfar.  Þá verður allt taugakerfið óeðlilega örvað og taugaboð hafa minni hömlur, og boð geta farið af stað án ástæðu. Afleiðingin getur verið ofsafenginn samdráttur í viljastýrðum vöðvum þar með talið í öndunarkerfinu. Í þannig tilfellum getur einstaklingurinn dáið af öndunarþroti. Hjartað sem notar einnig kalk til að hjarslátturinn sé eðlilegur getur einnig misst rytmann með skelfilegum afleiðingum.   Á hinn bóginn ef of mikið kalk er í blóði kalka líffæri  og á endanum hætta að starfa. Þetta á sérstaklega við um nýrun. Æðar kalka sem gera þær óþjálari að taka sveiflum hjartsláttarins sem eykur áhættu á heilablóðfalli og kransæðastíflu.  Of mikið af kalkjónum í blóði hafa öfug áhrif á  taugakerfið og hægir óeðlilega á starfseminni og valda þunglyndi, hægðartregðu og rugli.

    Vítamín D  heldur jafnvægi á kalki í blóði, eykur upptöku á kalki úr fæðu og minnkar tap á kalki um nýru. Hátt magn af vítamín D eykur úrkölkun ef fæðan inniheldur ekki nægilegt magn af kalki.

  2. Vítamín D og kalk.

D vítamín og kalk eru lykilefni fyrir heilbrigð og sterk bein. Kalkið er eitt af uppistöðuefnum beina, Beinin eru nokkurs konar forðabúr fyrir kalk í líkamanum. Meira en 99% af öllu kalki mannslíkamans er að finna í þessum eina vef.  og D vítamínið er ekki síður nauðsynlegt til að við getum nýtt kalkið úr fæðunni. Nýlegar rannsóknir benda til þess oftar er það vöntun á nægu D vítamíni sem háir beinheilsu frekar en skortur á kalki. Ein aðalástæða þess að styrkingaræfingar eru svo vinsælar og notaðar er að æfingar viðhalda beinheilsu,  vöðvamassa og hve virkni styður við beinabúskapinn.

Fyrir einum mannsaldri síðan var læknisráð við bakverk rúmlega. Þegar  bakverkur kom  var gamla meðferðin rúmlega og hvíld. Sumir voru sendir í rúmið vegna bakverka, dögum, vikum eða jafnvel mánuðum saman til að bíða eftir að verkirnir hyrfu. Núna vitum við að rúmlega í meira en einn til tvo daga er versta meðferð sem hugsast getur vegna þess að  þegar til lengdar lætur lengir hún verkjatímabilið.  Löng lega gerir það af verkum að beinin veikjast, vöðvar verða kraftminni og liðamót stirðna, þrek og úthald minnkar, þú verður dapur og jafnvel þunglyndur, verkir aukast og það verður erfiðara að komast í gang aftur. Útivera, sólböð, sundlagarferðir og garðvinna eru ekki síðri heilsurækt en reglubundin hreyfing.  Reglubundin hreyfing er viðurkennd  besta leiðin til að viðhalda heilbrigði. Hún styrkir beinin, styrkir vöðvana, viðheldur sveigjanleika í líkamanum, eykur þrek og þol, viðheldur vellíðan og leysir úr læðngi nátúruleg efni sem draga úr verkjum.

 

Bein.

Bein er í eðli sínu harður vefur, umræða um bein minnir okkur sennilega mest á uppgröft beina hjá mannfræðinum eða fornleifafræðingum. Bein er  lifandi vefur, sem er steyptur  af efnum sem beinafrumur framleiða, efni sem eru alltaf að brotna niður og eru jafnharðan endurgerð stanslaust. Endurgerð beina er staðreynd.  Á hverju ári er 20-40% af beinum líkamans endurgerð. Líkamsbygging barna endurgera beinvef hraðar en niðurbrotið er sem eykur beinmassa. Almenningur nær hámörkun á beinframleiðlu um tvítugt. Á fertugsaldrinum  byrjar líkaminn að brjóta bein niður hraðar en framleitt er. Minnkunin  er lítil, e.t.v. ekki meira en 0.3-0.5 % á ári. Útkoman er sú að þéttni beina verður minni og með árunum brothættari. Þróunin verður hraðari með aldrinum. Eftir breytingarskeið konunnar missa þær 2-4%  af beinmassa á hverju ári. Karlmenn missa 1-2%  beinmassa á ári  eftir sextugt. Andstæðar fylkingar fruma  stjórna beineyðingu (sem er leysing á beinvef) og endurgerð beins (uppfylling á smáholum í beinvef með nýjum  beinvef) frumufylkingarnar eru mjög vel samhæfðar svo að heildarmassi beinvefs er undir venjulegum kringumstæðum mjög jafn en er alltaf brotinn niður og endurgerður. Af massa beins er  20-40% af beinagrindinni  endurgerð á hverju ári. Ýmis atriði í líkamsstarfseminni hefur áhrif á beinþroska, vöxt og viðgerð, þar með taldir hormónastarfsemi, matarræði og vítamín D efnasmíði. Vítamín D er nauðsynlegt fyrir eðlilega upptöku kalks úr meltu úr smágirni. D vítamín gegnir því miklivæga hlutverki að hækka kalk í blóði þegar þess er þörf. Það eykur upptöku kalks úr meltunni og minnkar kalktap um nýru.  Þegar vítamín D er lítið í blóðinu er kalk illa nýtt úr meltu sem hefur jöfnunaráhrif með gagnkvæmum tilslökunum á kalki í beini Ef kalk í blóði fellur örlítið og í öðrum líkamsvökvum er strax gengið á birgðir í beinum til að tryggja lífsnauðsynlega starfsemi. Jafnskjótt og kalkið hækkar í blóðinu eykst aftur innistæðan í beinunum. Fiberefni í beini er kollagen sem er gert úr próteini. Þar er endurnýjun beins svo lengi sem maður lifir, stanslaust niðurbrot á beini og endurnýjun á nýmynduðu millifrumuneti í beini sem mót sem eftirmyndin er steypt eftir.  Millifrumunet  í beini er kollagennet sem þarf mikið af kalk hydroxiapatite til að eðlileg steinefnaísetning beins eigi sér stað. Það er álitið að einstaklingur sem hefur vítamín D skort mun taka minna en þriðjung til helming minna af kalki úr meltunni miðað við einstakling sem er með heilbrigðan vítamín D stöðu. Þetta getur gerst á hvaða aldri sem er, og snýst ekki aðeins um helsu beina. Lággildi af kalkupptöku setur af stað lítinn foss í fossaröð af stað í líffræðilegum vandamálum þar sem kalk er nauðsynlegt í flestum efnaskiftum ásamt  vöðva- og taugastarfsemi. D vítamín gegnir því miklivæga hlutverki að hækka kalk í blóði þegar þess er þörf. Það eykur upptöku kalks úr meltunni og minnkar kalktap um nýru. Starfsemin er þannig að kalkkirtlar sem eru staðsettir við hliðina á skjaldkirtlum framleiða kalkhormón (parathyroid hormón) sem virkjar vítamín D í fituvef húðar. Virkt D vítamín í blóði nýtist s.s. nýrnafrumum að vinna sitt verk í skiljunarferli blóðs og úrgangsefna að viðhalda kalkinnihaldi blóðs, þ.a. kalk tapist ekki um nýru.  Oft vill gleymsat að kalk er 12 blóðstorknunarþátturinn þannig að vítamín D styrkir eðlilega blóðstorknun.

 

Vítamín D skortur.

Vantar mig vítamín D? Þá er einfalt að setja upp óformlegt skyndipróf. Spurningin er hve mörg atriði eiga við þig.

  • Ég fer sjaldan í sólbað.
  • Ég nota sterka sólvarvörn þegar ég er í sól., sérstaklega á miðju sumri þegar ég er í sólinni um miðjan dag.
  • Fötin mín hylja allan kroppinn, þar með talið handleggi og fótleggi.
  • Ég bý nær 60 breiddarbaug.
  • Ég nota ekki fjölvítamín sem inniheldur vítamín D á hverjum degi.
  • Eg tek ekki aukalega vítamín D daglega.
  • Ég borða ekki fitumikinn náttúrulegan fisk, svo sem lax, silung, síld, lúðu eða steinbít.
  • Ég borða lítið af sveppum.
  • Ég borða ekki fæðu sem er styrkt með vítamín D.
  • Ég er yfir sextugt.
  • Ég er yngri en tvítugur.
  • Ég er of þungur.
  • Ef ég ýti með þumalfingri fast á bringubeinið verkjar mig þar.
  • Ef ég ýti þéttingsfast á kálfana fæ ég verk.
  • Mér finnst ég vera máttminni en ég ætti að vera.
  • Ég nota flogalyf eða AIDS lyf.
  • Ég tek steralyf.
  • Ég hef kviðarholssjúkdóm.
  • Ég er haldinn sjúkdóm í innyflum.
  • Ég hef lent í hjáveituaðgerð.

Ef þú merkir við eitt atriði hér að ofan má vera að þig vanti vítamín D, og líklegara eftir því sem þú merkir við fleiri atriði.

 

 

D vítamín og neytendur.

Það er ekki nóg að borða fjölbreitt og hollt fæði til að fá nóg af D vítamíni. Það er helst feitur fiskur eins og síld og villtur lax sem innihalda nægilegt magn af D vítamíni, en mun erfiðara er að finna D vítamínríka fæðu úr jurtaríkinu, helst eru það sveppir. Til að tryggja stöðuna er beinlínis nauðsynlegt að taka lýsi  eða vítamínbelgi með D vítamíni, ásamt því að vera út í sumarsól. D vítamín myndast í húð ef sól skín á bert hörundið, en þá þarf sólin að vera nægilega hátt á lofti svo eitthvað gerist. Hér á landi getur D vítamín aðeins myndast í húð frá því um miðjan mars fram í september. Yfir vetrarmánuðina tekur ósonlagið alla útfjólubláa geisla sólar til sín.  Á markaðnum eru mismunandi tegundir af lýsi, svo ekki sé minnst á mismundandi bætiefnapillur, belgi og blöndur. Þorskalýsi og krakkalýsi innihalda hæfilegt magn af D vítamíni miðað við eina skeið á dag (5-7 ml). Ufsalýsi er ekki jafn æskilegt fyrir beinin þar sem það inniheldur margfalt meira A vítamín, sem vegur upp á móti virkni D vítamínsins. Hákarlalýsi inniheldur ekkert D vítamín svo ef það er notað þarf að bæta við D vítamíni aukalega.

Hvað þurfum við mikið af D vítamíni eru mjög skiftar skoðanir. Samkvæmt ráðleggingum lýðheilsustöðvar er hæfilegt að börn og fullorðnir að 60 ára aldri fái 10 míkrogrömm á dag sem eru 400 alþ. einingar en þeim sem eru komnir yfir sextugt ráðlagt 15 míkrógrömm á dag. Ráðleggingaar eru í sífelldri endurskoðun og von er á nýjum ráðleggingum frá norrænum hópi vísindamanna árið 2012 en á þeim byggja íslenku ráðleggingarnar að hluta. Margt bendir til að ráðlagðður dagskammtur  fyrir D vítamín verði þá hækkaður fyrir fullorðna.  Margar rannsóknir benda eindregið til þess að D vítamín umfram 10 míkrórömm eða meiri útivera í sól þar sem sól skín á bert hörundið stuðli ekki aðeins að betri beinheilsu heldur geti haft góð áhrif á fleiri líffærakerfi. (hér að koma inn með umræðu um ofskömmtun of hvað getur gerst. ).

Þess vegna er nauðsynlegt að taka D vítamín aukalega, annað hvort í þorkalýsi  eða vítamínbelgi sem að mínu mati eiga ekki að innihalda minna en 1000 alþjóðlegar einingar (22 míkrógrömm). Hæfileiki húðarinnar til að mynda D vítamín minnkar með aldrinum því þarf gamalt fólk eins og ungir að taka vítamín D  skammt allt árið um kring.

Merkingar næringarefna í matvælum fylgja evrópskri tilskipun og þar er gerð sú krafa að miða við evrópska ráðlagða dagskammta, ekki íslenska. Íslenskar ráðleggingar fyrir D vítamín eru mun hærri en þær samevrópsku  sem miða við suðlægari breiddargráður þar sem sólar nýtur meira. Það er því beinlínis villandi að fara eftir % merkingum fyrir ráðlagða dagskammta á neytendapakkningum, þar sem er miðað við 5 míkrógrömm sem dagskammta, sem er aðeins einn þriðji af ráðlögðum dagskammti fyrir eldri borgara á Íslandi. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að horfa algerlaga framhjá prósentutölu af ráðlögðum dagskammti  á öllum matvælaumbúðum og bætiefnaumbúðum en miða við tölulegar upplýsingar, míkrógrömm eða alþjóðlegar einingar.

 

Vísbendingar rannsókna á vítamin D annað en kalkbúskap.

Vísbendingar rannsókna  benda til þess að vítamín D minnki líkur á ristilkrabbameini, eggjastokkakrabbameini briskrabbameini, blöðruháls og brjóstakrabba um allt að 30-50%. Einnig er vitnisburður um að Vítamín D minnki háan blóðþrýsting, líkur á heilablóðfalli og hjartaáfalli um 50%, statistík segir lækka einkenni liðagigtar um 42% og minnkar líkur á M.S. um 40 %. Samtektin er fjölþætt.

 

  • Beinheilsa:    Fyrirbyggir osteopenina, úrkölkun, beinmeyru, beinkröm, og beinbrot.
  • Frumuheilsa: Fyrirbyggir vissar tegundir af krabbameini, s.s. blöðruháls-, bris-, brjósta-, eggjastokka-, og ristilkrabbamein; fyrirbyggir sýkingar og háls, nef og eyrnasýkingar, astma og öndunarerfiðleika.
  • Líffæraheilsa: Fyrirbyggir hjartasjúkdóma og heilablóðfall, fyirbyggir sykursýki 2, tannholdsbólgu og tannlos, og aðrar bakteríusýkingar.
  • Vöðvaheilsa: Bætir vöðvastyrk.
  • Heilsa ónæmiskerfisins: Fyrirbyggir M.S. sykursýki 1 (diabetes mellitus), Crohns sjúkdóm og liðagigt.
  • Heilsa taugavefs: Fyrirbyggir þunglyndi, hvarfasýki , alsheimerssjúkdóminn og elliglöp.
  • Geðheilsa: fyrirbyggir geðsveiflur tengdar breytingu á sólargangi, fyrirtíðarspennu, svefnvanda og ýtir undir vellíðan.