Kírópraktorstofa Tryggva Jónasonar.
Stofan er nýflutt að Háaleitisbraut 66, Grensáskirkja norðurendi, sér inngangur, 108 Reykjavík. Móttökusími er 8963004. Einnig má panta tíma inná heimasíðu minni.Daglegur opnunartími er frá 9-15, nema þriðjudaga og fimmtudaga er móttakan opin frá 9.00 til 17.00
18.9.24 Aldeilis kaflaskipti hjá mér núna um mánaðarmótin að færa stofuna mína. Eftir 28 ára veru í Miðbæjarhúsinu er ég fluttur með aðstöðuna að Háleitisbraut 66. Þar er aðgengi hið besta, gengið af gangstétt inn á jarðhæð, þar inn lítinn gang að nýjum vistarverum fyrir kiropraktorstofu mína. Þar deili ég með öðrum gangi og herbergjum í norðurenda Grensáskirkju. Væntanlegur flutningur er fyrsti oktober 2024.
Sendu mér skilaboð í gegn um heimasíðuna eða hringdu í síma 8963004.
Taxti stofunnar hefur verið óbreyttur frá 01.01.24.
Frá og með 1.ágúst 2024 er afsláttur á meðferð sem hér segir: Komi gestur í meðferð sem tekur til fleiri meðferðarskipta en 7 á sama almanaksári er kr. 800.- afsláttur af hverju meðferarskipti á 7 skipti og svo frv.
Taxti sem tekur gildi 01..01.2025 og gildir til 01.01.2026 á kiropraktorstofu Tryggva Jónassonar.
- Komugjald ____________________________ 2.100.-
- Hnykkmeðferð, annað hvort háls eða mjóbak 4.200.-, eftir 7 skipti á sama almanaksári er afsláttur kr. 800.-
- Viðbótarmeðferð 1.200.-.
- Viðtal og skoðun 4.400.-
- Skoðun eftir 24 mánuði 2.500.-
- Teygjubæklingur og kennsla æfinga 1100.-
- Ham í meðferðartíma 1200.-
- Liðleikamæling 600.-
- Vöðvastyrktarmæling 600.-
- Viðkvæmni- og verkjamæling 600.-
- Skoðun á ósamræmi á milli vöðva 600.-
- Jafnvægismæling sem viðbót við skoðun 600.
- Mat á ilsigi og hælskekkju 600.-
- Leitun að roentgengreiningu á rannsóknarst. 600.-
- Ritun sársaukavottorðs um vinnufærni 1.200.-
- Ritun tilvísunar til heimilislæknis 600.-
- Skýrslugerð/ráðgjafaþj.taxti klst kr. 27.000.-
Skýringar
- Komugjald er alltaf greitt hvort sem meðferð er framkvæmd eða ekki. Ef skjólstæðingur mætir ekki verður komugjald að skróptaxta. Forföll tilkynnast með dags fyrirvara.
- Gjald miðað við hnykkmeðferð á hálsi og aukalega mjóbaki (innifalið hnykkmeðferð á brjóstbaki), sem bætist við komugald (kr. 2.100.- + kr. 4.200.-kr. 6.300)
- Viðbótarmeðferð t.d. vegna annars hluta hryggjar, tennisolnboga, frosinnar axlar. (2.000.-+3.950.-+1.200=kr. 7.500.-) .
- Í tilvikum að gestur er ekki á skrá stofunnar bætist við viðtals og skoðunargjald. Viðtal og skoðun er upphafstími þegar viðskiptamaður er ekki á skrá og kemur í fyrsta skipti Þá er skoðunargjald kr. 4.400.-gjald fyrir heimsóknina komugjald, viðtals og skoðunargjald og hnykkmeðferð.
- Þegar skjólstæðingur er að koma aftur til meðferðar og er á skrá kiropraktors, en tími frá síðustu meðferð er lengri en 2 ár.
- Teygjur eru kenndar skv. bæklingum sem viðkomandi tekur með sér heim og gerir til viðbótar meðferð. Alls eru þessir bæklingar 19 talsins.
- Huglæg atferlismeðferð í meðferðartíma. Kennsla í t.d. limaburði eða slökun.
- Liðleikamæling framkvæmd með samstilltum hallamælum (inclinometer) á liði, líkama, mjóbaki eða hálsi. Mælingar bornar saman við útgefna staðla.
- Vöðvastyrktarmæling á mjóbaki, hálsi. Mældur er togkraftur vöðva í baki og/eða hálsi. Einingar eru kilo.
- Viðkvæmni og vöðvamæling er gerð á triggerpunktum í vöðvum til að meta viðkvæmin allt að 12 punktum tekin á hvorri hlið.
- Skoðun á ósamræmi á milli vöðva í bol öxlum, mjöðmum. Skoðun fyrir eldri borgara.
- Jafnvægismæling gerð í jafnvægisramma og í leit að hryggskekkju ásamt mæling á stuttum ganglim.
- Ungmenni skoðuð sérstaklega í leit að hryggskekkju. Þá er pantaður tími án meðferðar og leitað að mögulegri hryggskekkju, Líkamsstaða, limaburður, hæð og vigt skoðaður og skráður. Skráning fer fram og viðkomandi aftur mældur eftir eitt ár til samanburðar . Greitt er komugjald og fyrir hryggskekkjumælinguna.
- Fætur skoðaðir í leit að ilsigi eða skökkum hæl. Samband á fótaóeirð og mjóbaki.
- Staðgreiðsluvottorð er gefið út að lokinni meðferð sem framvísast hjá verkalýðsfélagi til endurgreiðslu að hluta.
- Sársauka- eða verkjavottorð þegar slíkt veldur brottfalli frá vinnu.
- Ritun tilvísunar til heimilislæknis þegar önnur úrræði eiga betur við eða frekari rannsóknar er þörf.
- Skýrsla vegna slyss svo sem aftanákeyrsla eða sambærilegt.