taugaleiðniverkir til ganglims (syndrom lumbago ischias).
Hryggurinn á rætur í mjaðmagrindinni. Ef staða mjaðmargrindarinnar breytist breytast líka beygjur og sveigjur hryggjarsúlunnar. Reyndu sjálfur að finna muninn á mjóbakshreyfingu og mjaðmarhreyfingu, þannig að þú standir með mjaðmarbreidd á milli fóta, snúðu mjaðmargrindinni og rassinn stendur út í loftið, og finndu að mjóbakssveigjan eykst. Hallaðu núna mjaðmargrindinni í hina áttina, ýttu neðsta hluta kviðsins fram og finndu hvernið mjóbakssveigjan minnkar um leið og þú spennir magavöðvana eins og í fráöndun.
Hryggurinn getur hreyfst út frá miðju í allar áttir. Það má líkja hreyfingu hvers hryggjarliðar sem rugguhreyfingu. Með samanlögðum litlum hreyfingum getur þú ákveðið hve sveigjan á að vera mikil til að framkvæma verkefni líðandi stundar. Ef þú ert ungur hefur þú gjarnan mikla hreyfigetu, ef þú ert eldri minnkar sveigjanleikinn eðlilega. Háls og mjóbak hafa mesta hreyfigetu. Brjósthryggurinn er stífari þ.s. rifbein og liðamót þeirra við hryggin, tenging að bringubeini gefa stuðning við öndun og minnka liðleika. Það er fyrst og fremst lögun hryggjariðanna, liðþófanna og bogaliðanna sem festir hreyfinuna í ákveðinn farveg. Einnig takmarka hreyfinguna liðbönd, vöðvar og umlykjandi himnur þessarra líffæra.
Hvernig er hryggurinn gerður?
Hryggurinn er gerður af hryggjarliðum, liðþófum, bogaliðum og liðböndum. Fastir hlutar hryggjains eru hnakkinn, brjóstkassinn og mjamagrindin. Liðamót á milli hryggjarliðanna ásamt liðarmótum á milli hryggjarliðanna og rifbeinanna eru um 130 talsins. Allir hryggjarliðir í hálsinum eru litlir þeir hafa flestir sömu lögun. Þeir eru ekki gerðir til að bera þunga líkamshluta. Mjóbaksliðirnir eru þykkir og stórir, allir eins að lögun. Þeir mynda ás með stofni í mjaðmargrindinni og burður efri hluta líikama mæðir á honum. Hver hryggjarliður er myndaður af sívölum bol og boga með þrem tindum. Á milli liðbolanna og tindanna er gat langs sem hýsir mænuna. Liðþófi er á milli sívölu beinpartanna sem gefur styrk og fjaðurmögnun hreyfinga. Bogaliðir eru ofan á og neðan á boga hryggjariðanna. Liðhyrnurnar stjórna hver um sig litlum hreyfingum á milli hryggjarliðanna, og saman stjórna bogaliðirnir hreyfingu fasta hluta hryggsúlunnar. Þessar hreyfingarhafa verið mældar og staðlaðar í mjóbaki, brjóstbaki og hálsi. Mælieiningar eru taldar í gráðum.
Liðþófarnir. Á milli hryggjarliðanna eru liðþófar. Ef allir liðþófarnir væru settir saman í eina lengju myndu þeir mynda 1/3 af lengd hryggstofnsins. Ysti hluti liðþófanna er gerður úr trefjum en innri hluti þeirra er mjúkur hlaupkennur kjarni. Þeir eru samsettir úr 70% vatni, 30% þurrefni. Helmingur þurrefnisins eru trefjar úr proteini og restin eru geysilega stór sykurmólikúl. Sykrurnar í brjóski eru vökvadrægar og draga til sín vökva þegar þungi hvílir ekki á hryggnum. Ekkert blóðstreymi er í liðbrjóski, það er frekar frumstæður vefur, en engu að síður lifa frumur í þessu umhverfi sem viðhalda og endurhæfa brjósk. Þessar frumur viðhalda lífi í brjóskinu og fá súrefni og næringu úr aðliggjandi beini og liðböndum og losa úrgangsefni þangað. Aðalhlutverk liðþófanna er að vera höggdeyfar hryggjarins. Liðþófar eru í eðli sínu stífur vefur, þegar við reynum á bakið verða þófarnir flatir af álaginu. Þegar við sveigjum bakið gefa þeir eftir. Þegar við stöndum upp rétt aftur í eðlilegri stöðu taka þeir upprunalega lögun. Liðþófarinr eru liðamót án sleipra snertiflata.
Bogaliðirnir. Hryggjarliðirnir tengjast m.a. í tveimur litlum liðamótum, nefndir bogaliðir sitt hvoru megin á bogum hryggjarliðanna. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að stjórna hreyfingum hryggsúlunnar. Liðfletirnir eru klæddir brjóski og þeir eru umluktir liðpoka úr bandvefstrefjum. Inni í liðpokanum er liðvökvi sem smyr liðinn og gerir liðfletina sleipa. Bogaliðirnir stjórna og festa hreyfingu hryggjarins í fram og aftur, hliðarhreyfingu og vinding á hryggnum. Á milli hryggjarliðanna eru göt frá mænugöngunum . Í gegn um þessi göt liggja taugar frá mænunni. Taugarnar liggja fyrir framan bogaliðina og fyrir aftan liðþófana. Taugarnar sem liggja frá hálsliðunum koma frá hálsinum og fara út í handleggina og taugarnar frá mjóbaksliðunum liggja niður í fæturna. Eftir taugunum er hreyfi og stöðuskin tengt heilanum og hreyfiboð fara um þessar taugar til vöðvanna.
Liðbönd og liðpokar. Að framan og innan í hryggsúlunni eru mjög öflug liðbönd sem liggja frá hnakka og niður á spjaldhrygg. Á milli beintindanna eru lítil, stutt liðbönd. Liðbönd og liðpokar bogaliðanna taka þátt í að stjórna hreyfingum hryggjarins. Þau virka ef til vill eins og strengir strengjabrúðunnar að gefa styrk stuðning og afmarka hreyfigetuna. Það er likilatriði fyrir jafnvægi og að geta treyst stoðkerfinu í hreyfingu. Liðböndin gefa eitthvað eftir en takmörk eru á því. Ef það tognar of mikið á þeim slitna nokkrir þræðir og liðböndin verða veikari. Í liðböndum og liðpokum eru margir litlir taugaendar. Þegar við hreyfum okkur strekkist á liðböndunum og liðpokum bogaliðanna. Hreyfingin myndar boð um þetta og heilinn skynjar hvar og hvernig við hreyfum okkur.
Slit á bogaliðunum. Litlu bogaliðirnir á beinbogum hryggjariðanna geta líka slitnað. Slitið kemur með aldrinum en oft gerist það fyrr á ævinni ef vöðvastyrkur í réttuvöðvum baksins verða slappir. Þá verður burður líkama afturstæður eða þú dettur í rækjustellinguna.. Eðlilegt er að bera sig þannig í göngu niður brekku, en þegar þú stendur á jafnsléttu og „hallar líka aftur í brekkuna“ verður álag á bogaliðina of mikið um leið og burður líkamans niður verður of mikill í hælinn. Langvarandi skekkja slítur, ef jafnvæginu er ýtt út fyrir eyju tilfinninganna. Þar sem bogaliður er með snertiflöt sem er háll eins og blautur spegill, með töluverða viðloðun á snertiflötum ásamt liðpoka og liðvökva er síður hætta að þeir skemmist. Eðlilega eru þeir almennt slitnir eftir 70 ára aldur. Vandinn er að álag á bogaliðina kveikir í bólguferlum þar. Viðgerð fer í gang þegar hiti, verkur, bólga og rauðka sjatna. Viðgerðin tekur nokkra daga, og á meðan slappast vöðvar enn meira ef vítahringur bólguferla og slappleysis sest að. Oft kemur fram taugaverkur í iskiastauginni samfara svona bólgustaðsetningu vegna þess að bólguferlar fara af stað í bogaliðum er líka þekkt vandamál fyrir greiningaraðila s.s. kírópraktor. Oftar en ekki heyra þeir umkvörtunarefni þegar þú segir sögu af miklum verk, erfiðleika að skifta um stellingar, janfnvel svo slæmt að þér finnst þú ekki geta hreyft fæturnar. Þá gerur þú líka sagt frá verk í rasskinnavöðvum eða aftan í lærum. Bráðaverkir lagast oft fljótt við hnykkmeðferð en ef vandinn verður lengri en þrír mánuðir tekur oft lengri tíma fyrir meðferð að virka.
Hver eru hættumerkin?
Tilfallandi lélegt jafnvægi, verkir, stirðleiki, þreyta lélegt öndunarskyn á móti dræmum hreyfingum geta valdið bakvanda. Ef okkur stendur á sama um þreytumerkin, gleymum hvíldarstöðum fáum við vöðvaspennu og verki. Ef við tökum ekki mark á sársaukanum og vöðum áfram eins og berserkur er skammt í breytingar eða meiðsl í vöðvum, liðböndum, bogaliðum eða liðþófum. Þá fer bráðamálið í krónískan vanda. Þess vegna skulum við taka mark á hinum ýmsu tilfinningum líkamans sem við ýtum svo oft til hliðar. Jú það er jafnvægi, öndun, þreyta, verkir, ok eða þrýstingur og hitatilfinning. Allar þessar tilfinningar gefa okkur um vísbendingu um líðan í bakinu. Ef þú ert orðinn bakveill, er einkennið þegar best lætur bara þreyta í mjóbakinu. Myndin getur verið verkur í mjóbakinu með leiðni til annars eða beggja ganglima. Kannske hefur þú líka skyntruflanir. Þú getur haft seyðingsverk, dofa eða þér getur fundist fóturinn gerður úr bómull. Iskiastaugin er stæðsta taug líkamans tekur taugarætur frá liðbilum L4, L5, S1, S2 og S3. Strax og hún fer frá hryggnum byrja taugafrumur að greinast frá aðaltauginni sem liggur niður til fótar. Á leiðinni gefur hún taugasamband við stöðu og hreyfiskyn í skinni, bandvef, liðböndum, vöðvafestingum og vöðvum, og liðum sem gefur nákvæma staðsetinngu á ganglim í tíma og rúmi. Þannig að meðan dagsbirtu nýtur þá má nota skyn í þessari stóru taug til að skynja umhverfi sitt með þreytu, hreyfingu og jafnvægi í huga. Hreyfing og þrýstingur í fótlegg og fæti ásamt nærsvæði í baki getur þá hreyft sig miðað við heiðarlegar hreyfingar, sem eru grundaðar á markmiðum stöðuskins. Ef bjúgur eða bólga er nálægt gatinu sem taugin fer frá mænunnni í hryggnum geta vandræði byrjað sem tengjat jafnvægi, þreytu eða verk sem verður þá áberandi í þangað sem taugin leiðir. Hryggurinn getur hreyfst út frá miðju í allar áttir. Það má líkja hreyfingu hvers hryggjarliðar sem rugguhreyfingu. Rugguhreyfingu hryggjarliðanna þarf til að fá eðlilegt gegnumflæði og næringu. Stöðnun á gegnumflæði og stífleiki sem stoppar hreyfinguna hindrar eðlilegt gegnumflæði. Þessi rugguhreyfing skerðist gjarnan þegar bólga breytir hreyfiferli hryggjarliðanna og stífleiki sest að. Meðferðarúrræðið verður þá að mæla hreyfingu á baki, mæla viðkvæmni taugarinnar þar sem hún liggur niður fótleggginn og liðka svæðið þar sem bólga eða bjúgur finnst á milli liða. Síðan þarf endurtekningu á hnykkmeðferðar að halda í nokur skifti og sjá með nærskoðun á fundnum einkennum ásamt tilfinningu þolanda, og bati gerist Ef verkurinn leggur niður í fótinn og þú ert ekki fær um að sinna alvanalegum hreyfiverkefnum er skynsamlegt að láta kiorpraktorinn skoða vandann og greina hann, og nota hnykkmeðferð og ráðleggja um stöðuna. Ef þörf er á vísar kírópraktorinn til heimilislæknisins til frekari greiningar.
Hvað er limaburður.
Hryggurinn á rætur í mjaðmagrindinni. Ef staða mjaðmargrindarinnar breytist breytast líka beygjur og sveigjur hryggjarsúlunnar. Reyndu sjálfur að finna muninn á mjóbakshreyfingu og mjaðmarhreyfingu, þannig að þú standir með mjaðmarbreidd á milli fóta, snúðu mjaðmargrindinni og rassinn stendur út í loftið, og finndu að mjóbakssveigjan eykst. Hallaðu núna mjaðmargrindinni í hina áttina, ýttu neðsta hluta kviðsins fram og finndu hvernið mjóbaksveigjan minnkar um leið og þú spennir magavöðvana eins og í fráöndun.
Limaburður sýnir hvernig við berum okkur og hreyfum. Þá er átt við allan líkamann, en þó einkum hvernig hryggurinn er. Limaburðurinn sýnir okkur hvernig við stöndum sitjum og göngum.Góður limaburður þegar við stöndum er þegar líkaminn er í jafnvægi. Réttuvöðvarnir (bakvöðvarnir) og aðrir vöðvar í bolnum eru í innbyrðis jafnvægi. Í réttstöðunni notum við lágmarksorku að halda líkamsþunga í limum og á miðjuásnum. Beygjur og sveigjur líkamans eru hóflegar og í innbyrðis jafnvægi.
Þegar við stöndum kyrr eru stöðugt litlar rólegar hreyfingar í ökklunum til þess að við höldum jafnvæginu. Vöðvarnir sem hindra að við dettum eru leggvöðvarir ásamt bak- og mjaðmargrindarvöðvunum. Hluti af þessum vöðvahópum er alltaf að. Í þessa vöðva kemur oft ósamræmi í hreyfingu á milli hliða og líka sömu megin, rétt eins og ræðarar á árabát geta ekki stillt sig áratogið saman. Eðli sumra þessarra vöðva er tengdur stífleika og þeir leita í það far.
Góð líkamsstaða á að vera bein en ekki spennt. Þú getur sjálfur fundið út hvernig þú stendur með því að standa fyrir framan spegil og snúa hliðinni í hann. Teiknaðu fyrst lóðrétt strik á spegilinn. Stattu með hjaðmarbreidd á milli fóta. Það ber að forðast að standa skakkur þar sem staðan hnjánna verða strekkt (læst), þá verður liðbrjóskið fyrir álagi þar sem ekki er gert ráð fyrir. Mjóbakið má ekki vera of fatt þannig að efri hluti líkamans hallast aftur frá miðlínu hryggjar. Eðli mjóbaksvöðva er að vera stífir, og þetta eykur stífni enn meira og veldur óeðlilegu burðarálagi á bogaliði á bogum hryggjarliðanna.
Forðastu að standa skakkur eða of stífur. Blóðstreymið í fótunum verður lélegt. Lærvöðvarnir verða slappir, réttuvöðvar baks verða stuttir og stífir og færni við jafnvægi verður minna. Það leiðir af sér meiri hættu á slysum við byltu. Verkir og spenna draga athygli frá eðlilegri öndun. Mjaðmargrindin breytir stöðu og þyngdarpunktur líkama líður fyrir, það verður erfiðara að ná hvíld sem fæst með góðum limaburði, og hálsvöðvarnir verða spenntir.
Spennan sem framkallar afleiðingar stöðnunar hindrar eðlilegar rugguhreyfingar hryggjarliðanna. Allir vefir burðarvirkisins þurfa til að fá eðlilegt gegnumflæði og næringu. Þegar staðan er skökk minnkar jafnvægið og viðbragðstími við byltum minnkar.