Við erum nokkrir menningarvitar úr árgangi M.R. 1971 úr T bekknum. Ég byrjaði að drífa mig með þeim í fyrravetur. Núna síðasta ferðin var að heimsækja Hönnunarafn Íslands, og skoða uppsetta sýningu um Sund. Þar segir í kynningu m.a. Sundlaugar eru athyglisverð menningarrými. Laugarnar hafa þróast sem vettvangur þar sem ókunnugir hittast, verða jafnvel málkunnugir. Staðir þar sem samfélagið britist sjálfu sér – á sundfötum. Sundlaugarmenningin snýst um lífsbæði, leik, afslöppun, skemmtun og samneyti, oh hefur Hönnunarsafnið gert sundi skil með ljósmyndum, gripum og frásögnum.
Sýningin: í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi Garðabæ nær yfir tímabilið frá sundvakningunni við upphaf 20. Aldar til dagsnins í dag. Sagan sem hún segir af sundlaugarmenningu er um leið ylvolg saga af íslensku nútímasamfélagi með angan af klór og hveralykt, gufuslæðu og skvampi.
Sögulegt: árið 1922 flutti fyrirtækið málmleit hf. Til landsins kraftmikinn stálhaglabor frá Þýskallandi , en sú tilraun skilaði engu gulli. Á þessum árum voru umræður um hitaveitu í Reykjavík . Rafmagnsveita reykjavíkur keypti borinn og hóf tilraunaboranir eftir heitu vatni við þvottalaugarnar í laugardalnum. Þær tilraunir skiluða árangri. Árið 1930 var heitu vatni hleypt á Austurbæjarskóla.
Reykjavík er á jarðhitasvæði og þaðan dregur borgin nafn sitt. Upp úr 1930 tengdist landsspítalinn og sundhöllin. Upp frá því stækkaði Hitaveitan jafnt og þétt og árið 1972 voru um 98% heimila tengd hitavitunni. Misheppnuð gullleitartilraun í Vatnsmýrinni skilaði á endanum hinu íslenska heita vatni, sem hefur skilað gulli síðan.
Sund: Það eru engir viðskiptavinir í sundlaugum landsins, aðeins sundlaugargestir: almenningur á hverjum stað fyrir sog, fólk á öllum aldri með alls konar bakgrunn, alls konar holningu og alls konar sýn á lífið. Mikilvægustu almenningsgæðin á Íslandi eru fólgin í heita vatninu. Athyglisverðustu almannarýmin eru sundlaugarnar. Laugarnar eru vettvangur þar sem ókunnugir hittast og verða jafnvel málkunnugir, staðir þar sem samfélagið birtist sjálfu sér – á sundfötum.
Sundlaugamenningin beinir athygli að afslöppun, leik, lífsgæðum og lýðheilsu, líkamsmenningu, íþróttir, og skemmtun, og samneyti og siðmenntun. Í sundsamfélaginu svamla fjölbreyttir líkamar sem fyrir augun ber og í sturtuklefum almenningslaugarinnar er hversdagsleikinn allsber, óuppstilltur og filterlaus. Daglegt líf hefur í gengn um tíðina sett mark sitt á sundlaugarnar og gert þær að félagsheimili, heilsulind, líkamsræktarstöð, leikvelli og skólastofu.
Mörg Svið hönnunar koma við sögu í sundlaugamenningunni. Arkitektúr gegnir likilhlutverki og þróun laguanna endurspeglar lifandi samtal arkitekta og samfélags. Þá rýmist hugsun að vera syndur og sjómennska. Grafísk hönnun, vöruhönnun, fatahönnun, og upplifunarhönnun koma saman í sundinu. Sundlaugarnar eru samfélagshönnun; þær hafa mótað samfélag, menningu og líkama fólks í meira en öld. Samfélagshönnun snýst um að skapa vellíðan og bæta daglegt líf fólks, ekki að skapa söluvöru.
Njóta: Við síðustu aldamót voru almenningslaugar einstakur vettvangur líkamsræktar, leiks, samveru og slökunar. Slökun, þægindi og munaður verða sífellt fyrirferðarmeiri í sundmenningunni um og eftir aldamótin og eitt helsta einkenni sundlaugamenningarinnsar boðorðið að njóta: njóta verunnar í vatninu, njóta líkamlegrar upplifunar, njóta samverunnar við aðra. Nuddstútarinr fylla pottana, sánurnar og gufuböðin margfaldast og áhersla er hvarvetna og hrífandi upplifun.
Nautnabaðstaðir hafa rutt sér til rúms á undanförnum árum þar sem jarðhiti og náttúra eru í öndvegi. Þá má finna víðsvegar um landið og hver baðstaður leggur áherslu á sín sérkenni. Arkitektúr og upplifunarhönnun leika hér likilhlutverk. Ásamt sundlaugunum eru baðstaðirnir orðinn einn helsti viðkomustaður erlendra ferðamanna og krúnudjásnið í ímynd Íslands.Böðin þróa áfram stef úr sundlaugamenningu og almenningslaugum landsins og markaðssetja með nýjum hætti fyrir viðskiptavini sína. Áhrifin eru gagnkvæm: nýjungarnar í almenningslaugunum taka mið af lúxusnum í böðunum – þannig stigmagnast áherslan á að njóta meðfram því að læra og að leika.
Dæmi um þróun sundlaugar: Sundlaug Vesturbæjar 1961 Arkitektar: Bárður Ísleifsson, Jes Einar Þorsteinsson, Gísli Halldórsson, útisvæði 2014 Rúnar Gunnarsson og Dagný Helgadóttir.
Vesturbæjarlaugin markaði nýja tíma í sundlaugarmenningu. Með heitum pottum, sánaböðum, barnalaug og sólbaðsaðstöðu varð laugin að hjarta samfélags í Vesturbæ Reykjavíkur. Melarnir voru ásamt norðurmýri fyrsta úthverfið á Íslandi, en Einar Sveinsson arkitekt skipulagði hverfið á fjórða áratugnum með blandaðri byggð kringum torg, leikvelli og göngustíga. Upphaflega var sundlaugin ætlið undir sérkennslu barna í nýja hverfinu, en hún varð fljótt sá óformlegi samkomustaður sem hverfið hafði vantað: vettvangur fyrir mannlíf og samskipti ókunnugra.Þangað vandi fólk komur sínar, hittist og varði tíma saman, hvert úr sinni áttinni. Heitu pottarnir suðu fólkið í hverfinu saman: nágranna og aðkomufólk, ókunnuga og kunningja, kynslóðir, kyn og stéttir – þarna voru allir bara sundgestir. Á bökkum vesturbæjarlaugar fóru fram tískusýningar og fegurðarsamkeppnir. Barnalaugin varð leikvöllur eftir skóla, fjölskyldur léku un helgar, vinir fóru saman í sund og kærustupör áttu stefnumót. Ég man eftir pabba mínum Hafnfirðingnum sem fór alltaf í laugina tvisvar í viku, og synti 200 metra ásamt því að fara í heita pottinn. Hann var með slitna mjöðm og taldi víst að sundspretturinn fyrirbyggði slit í mjöðminni. Sundið stundaði hann með formerkjunum í þrjá áratugi.
Síðar bættust við eimböð við sánaböðin, rennibraut í barnalaugina og loks opnaði árið 2014 nýtt útisvæði með stórum pottum: vaðpotti, hvíldarpotti og nuddpotti með baknuddi, herðanuddi og iljanuddi. Þannig hefur áhreslan á nautnina lagst saman við áhresluna á leikinn og samfélagið í lauginni.
Tryggvi Jónasson
Reykjavík október 2022