Verkjastilling með öðrum meðferðarúrræðum en verkjalyfjagjöf.
Læknar tala um að önnur úrræði við verkjum í heilbrigðisgeiranum séu of dýr. Þá kosti ein klukkustund í HAM (huglæg atferlismeðferð) meðferð hjá sálfræðingi allt að kr.18.000.-. Í sjúkraþjálfun er kostnaður sex sinnum kr. 5.646.-, hvert skipti sem gera samtals eru kr.33.876.-. Hjá kírórpraktor kostar skiftið (hér á stofunni) kr.4800-. Meðaltal meðferðarskifta hér er fimm skipti , sem gerir kr.24.000.- Fleiri skipti hjá sjúkraþjálfaranum eru niðurgreidd að mestu leiti af sjúkratryggingum Íslands, en sjúkratryggingar, sálfræðingar og kírópraktorar hafa engan gildan samning.
Innflutningur verkjalyfja.
Núna nýverið voru birtar skýrslur frá eftirlitssviði Lyfjastofnunar um innflutning opioida á Íslandi. Ég hlustaði á athyglivert erindi sem Mímir Arnórsson sérfræðingi hjá stofnuninni flutti. Út frá tölfræði sem hann sýndi dró hann upp mynd af breytingum á innflutningstölum (notkunarmynstri) opioida á Íslandi og beitti samanburði við hin norðurlöndin. Mér fannst merkilegt að sjá að verkjalyf eru um 4% lyfjainnflutningi til Íslands. Verkjalyf sem flutt eru til landsins eru tölfræðilega svipuð á milli ára fyrir utan tvo flokka. Þar er breyting um rúm 300% aukning á 10 ára tímabili. Annað eru opioid baseruð verkjalyf oxycondonum og hitt er buprenofine. Ég sem kiropraktor velti því fyrir mér hvort aukning á þessum flokkum tengist langlífi á Íslandi og þá með athygli á sliti á stóru liðum ganglima og liðþófum og bogaliðum (stýriliðum) mjóbaks. Reyndin er að þessi lyf eru frekar notuð við verkjavanda af öðrum uppruna s.s. gigt, liðagigt og fjölvöðvagigt. Mig grunar að breytan þoli dagsbirtu og ef heiðarlega er skoðað. Munur er sláandi á hinum norðurlöndunum og hér á landi í notkun á þessum lyfjum. Kemur þá í ljós öðruvísi félagslegt kerfi annars vegar og öðruvísi nálgun lækna að meðferðarúrræðum og almennings að hugmyndum samfélagsins um aga. Hvaða álit hafa læknar hafa á orsök og afleiðingu af meiri verkjalyfjanotkun. Sennilega hefur það best verið rannsakað af læknum Reykjalundar sem taka til meðferðar einstaklinga vegna ofnotkunar þessarra lyfja, sem reyna að sporna við fíkn í þessi lyf. Æra okkar Íslendinga er að kostnaðarhlutdeild sé þannig að við höfum ráð á því að halda úti bæði góðu meðferðarkerfi og líka að kostnaður við örorkumat fari ekki úr böndum.
Viðtal og skoðun hjá geðlækni kostar kr.4.010.- hver hálftími í meðferð kr.8.020.- viðtal og skoðun hjá beinasérfræðingi kostar kr.6.416.- þar er dýrasta aðgerð kr.158.761.- Ekki er skoðað hlutdeild sjúklings eða sjúkratrygginga í læknisverkunum. Lyfjakostnaðurinn er aukalegur, en niðurgreiddur.