Hvað gestir bakverkjameðferðar vilja raunverulega og það sem læknar vita ekki.

Athygliverð grein birtist í „the spine journal“ hvað er mikilvægt fyrir gesti meðferðarstöðvar þegar þeir leita bata við mjóbaksverkjum. Rannsóknin innihélt 419 gesti sem voru skoðaðir og hver og einn var beðinn að gefa einkunn (á einkunnargjöf frá 0 til 4) mikilvægi þessa: „minnkun verkja, bót í getu og færni í daglegum athöfnum, útsskýringar á hvað er að valda vandanum, með gerhygli á líkamsskoðun, próf sem leiða til greiningar, lyf, sjúkraþjálfun, skurðaðgerðum.“ Þeir sem framkvæmdu rannsóknina skoðuðu einnig 198 lækna og spurðu þá um sem þeim fannst skipta mestu máli fyrir sjúklinga þeirra.

Það sem gestir vilja:

Í áherslu niður skala þá eru þrjú mikilvægustu atriðin fyrir gesti:

Bót og minnkun verkja (3.48)

Bót í hreyfifærni og getu við framkvæmd daglegra verkefna (3.31)

Útskýringar á hvað valdi vandanum.

 

Lægsta skor sem gestir telja mikilvægt

Lyf

Skurðaðgerðir.

Truflandi mismunur.

Í samanburði á milli svara gesta og svara lækna fundu rannsakendur tölfræðimun á milli þessarra tveggja hópa. Nákvæmlega að læknar „vanmeta nauðsyn þess að skíra út vandann“ og gera of mikið úr greiningarúrræðum, lyfjameðferð og skurðaðgerðum.

Hvað kírópraktorinn veit best.

Að þekkja vandann og gera hann skýranlegan er klárlega það sem skiptir máli fyrir gesti, mun meira en líkamsskoðun og greiningartækni. Þetta er ástæðan að kírópraktík er enn metin og treyst af gestum stofunnar.

Staðreyndin að bakgestir sem telja lyf og skurðaðgerðir skori lágt, bendir á væntingar að ástandið leysist án möguleika á alvarlegum aukaverkunum sem oft fylgir notkun lyfja og eftir skurðaðgerðir.

Líklegt er að læknar verði hissa á litlum áhuga á greiningarprófum, og er skrítið hve læknar leita oft í dýrustu rannsóknir þegar staðfreyndin blasir við. Þó er það vissulega mikilvægt með gerhygli á alvarlegu undirliggjandi meini, gefur það í skyn að margir gestir trúa að þeir viti vandann og frekari dýr rannsóknarúrræði gagnist lítið eins og læknirinn býst við.

Til að draga saman er meirihluti bakgesta sem vill lausn á verkjum betri hreyfigetu og skýra mynd af vandanum. Þeir eru ekki eins áhugasamir um lyfjameðferð eða skurðagerðum þar sem þeir hafa áhyggjur af aukaverkunum.

Þessir gestir vilja það sem kiropraktorar bjóða, en má vera að væntanlegir gestir kiropraktorsins viti ekki enn nóg um starfsemina svo þeir geti tekið betri ákvörðun um framtíðina með heislfar í huga.

 

Þýtt úr grein í Dynamic Chiropractic  Donald M. Petersen Jr., BS, HCD(hc), FICC(h), Publisher

 

Stuðst við grein: Smuck M, Barrette K, Martinez-Ith A, et al. What does the patient with back pain want? A comparison of patient preferences and physician assumptions. Spine J, 2022 Feb;22(2):207-213. Click here to read the free full text of this study.