Viðvaningurinn og bakið – Hálsinn er líka hluti af hryggnum.

Að kinka kolli eða hrista höfuðið er alþjóðlegt táknmál sem allir skilja. Að hneigja höfuðið til að votta einhverjum virðingu, að ganga hnarreistur og láta engan bilbug á sér finna – er tjáning líkamans. Aðferð til að leggja áherslu á eða spara sér orð. Hreyfingar höfuðsins stjórna hreyfingum líkamans. Taktu eftir þegar þú snýrð þér við til að sjá eitthvað. Fyrst lítur þú um öxl, svo snýrðu hálsinum, svo öxlunum og efri hluta líkamans, loks mjaðmagrindinni og fótunum. Það fer hreyfibylgja í gegn um líkamann. Höfuðið og hálsinn koma þessari bylgju af stað. Fjöldi hreyfi- og stöðuskintauga eru í liðum og vöðvum hálsins, einnig í bandvef beinum og skinni sem gefa heilanum boð um hreyfingar og samspil fastra hryggjarparta. Tónn á mili þessarra tauga og hreyfibylgjunnar niður eftir líkamanum skiftir öllu máli. Allar samræður ólíkra líkamsparta fyrirbyggir að við dettum af hreyfibylgjunni og jafnvægi haldist á milli annars vegar líkamsstöðunnar og hins vegar þyngdaraflsins. Þegar við eldumst hægir á hreyfingunni vegna eðlislægrar festu í annars mjög hörðu beini hryggjarliðanna og hins vegar í stífu efni liðþófa og bandvefs. Haltu hálsinum teigjanlegum til að geta haldið hreyfingunni lengur til að geta borið höfuðið á hálsinum óþvingað og fasið verður hraustlegt.

Hvernig er hálsinn gerður.

Hálsinn heldur höfðinu stöðugu, kuðungur í innra eyra nemur strax halla frá miðlínu (lóðlínu) og breytingar á stöðu. Bæði augun sjá þrívíddarmynd af umhverfinu, og þau styðja jafnvægisskyn. Formgerð hálsins og hálsvöðvarnir heldur stöðunni svo að við getum alltaf horft beint fram fyrir okkur, og nefið snýr í sömu átt of fæturnir. Hálsliðirnir eru sjö og hálsinn er hreyfanlegasti hluti hryggjarins. Tveir efstu, sem við notum mest þegar við stillum höfuðið af, til að brennivídd augans passi við staðsetningu handarinnar og snúum höfðinu frá miðlínu. Frá formóður í fornöld eru þessir efstu tveir liðir byggðir öðru vísi en aðrir hálsliðir. Allir hálsliðbolirnir eru smágerðir og liðþófarnir á milli þeirra eru þykkir og háir. Mænugöngin eru stór svo ofarlega í hryggnum en taugagötin eru smá í samanburði við aðra hryggjarliði. Taugaræturnar sem liggja frá mænunni um þessi göt eru jafn sverar og aðrar taugarætur annars staðar í hryggnum. Samt eru hryggjarliðirnir og liðþófarnir geysisterkir, og geta þolað álag eins og t.d. höfuðhögg í hnefaleikum. Í hálshluta hryggjarsúlunnar eru göt á þvertindunum. Í gegn um þessi göt liggja slagæðar og bláæðar. Þær sjá hluta heilans fyrir blóði, til dæmis jafnvægisstöðvunum. Bogaliðirnir stýra hreyfingu. Sveigjanleiki þeirra er jafn langur og lengd mjúkra vefja hálsins. Mjúkir vefir hálsins, s.s. bláæðar, liðbönd, slagæðar, skinn, vöðvavefur, taugavefur, tungurót og vélinda helst að mestu leiti jafn langir og ysta hreyfing bogaliðanna leyfir í allar áttir. Þetta leyfir mikla hreyfigetu á góðum degi. Ef hálsinn er mjög stífur getur verið gott að heimsækja kírópraktor og meta liðleika hálsins á móti annarri starfsemi. Samband á milli jafnvægis, sjónar og stöðuskins líkama er mjög náið sem gerir einstakt afrek mannsins og sérstöðu í flóru dýra. Maðurinn hefur viðbein sem styður uppréttan burð og stöðu handleggja. Herða- og hálsvöðvar sammiðja þunga handleggja og þú getur haldið jafnvægi á tveimur fótum. Æðri spendýr af ættbálknum primatar námunda jafnvægi á tveimur fótum, afturfótunum, en til primata telst maðurinn. Meðvitað eða ómeðvitað notum við burð á líkamsþunga niður á skinn ilja til að halda stöðu og finna fyrir hreyfingu á móti jafnvægi sem kuðungur skynjar. Það helst mun betur í dagsbirtu en myrkri, og úrlausn verkefna með hálshreyfingum leysum við betur í birtu en myrkri.

Siðir og ósiðir.

Öll hryggsúlan hefur áhrif á hálsinn. Ef þú ert vanur (vön) að sitja hokinn eða í rækjustellingunni kemur aukin sveigja á hálsinn á mótum háls- og brjósthryggjar, og þar af leiðir aukin sveigja efst í hálsinum. Liðir og vöðvar hafa eðlilega styrk og þol að halda höfðinu. Réttuvöðvar hálsins hvílast best þegar við sofum. Hreyfieining handleggjanna tekur til fingra, úlnliðs, olnboga, axlar, herðablaðs, hálshryggjar og auga sama megin (motor unit). Huglægt sammiðjar þú þunga handleggja inná miðju líkama. Vinna með höndum og handleggjum sem skekkir stöðu háls og herða getur leitt til verkja og ótímabærs slits í hálsliðum. Þegar við notum hendurnar, spennum við vöðvana bæði í öxlum og hálsi. Ef unnið er á hæfilegum hraða, fá vöðvarnir svolítið hvíldarhlé. Ef hraðinn er mikill, eru vöðvarnir stöðugt spenntir. Það reynir mikið á þá. Þeir þurfa þessi litlu hlé, til þess að fá næringarefni með blóðinu og losað sig við úrgangsefni. Ef þú hefur verki í öxlum og hálsi skaltu hyggja að hvort líkamsbeitingunni er ábótavant eða hvort vinnuhraðinn er of mikill. Það má gjarnan hugsa um mjaðmagrind, brjóstkassa og hnakka sem þrjú samtengd tannhjól. Ef þú villt bæta limaburð eða finna hvíldarstöðu til að fá lítið hlé, er gott að byrja að rúlla mjaðmagrindinni fram á stólnum eða standandi, þá fylgja brjóstkassinn og hnakkinn sem rétta úr sér. Ef viðkvæmni er mikil getur smávægilegur ávani eins og t.d. að halda fast utan um blýant eða penna, getur valdið höfuðverk. Notaðu þá sveran blýnat eða þrýhyrndan hólk utan um pennann þinn.

Sjónin og vöðvaspenna í hálsi.

Hjá ungum er brennivídd augasteinsins í hvíld þegar þú horfir á hlut sem er í um 60 sentimetra fjarlægð frá auganu. Hér skiptir staða höfuðsins máli þ.s. hvíldarstaða höfuðs er þegar kinnbein höfuðs er samsíða gólffleti. Gott er að hafa góða lýsingu til að bæta sjónina. Ef þú notar tvískipt gleraugu, verður þú að athuga hvort þú notar þau rétt eða hvort þú hefur vanið þig á að teygja fram hökuna og reigja hálsinn til þess að horfa í gegn um réttan brennipunkt. Þú skalt athuga það reglulega hvort gleraugun passa sjónstyrk og getu. Ef þú ert kominn yfir fertugt er skynsamlegt að mæla sjónstyrk reglulega. Ef sjónin og styrkleiki gleraugna er ekki við hæfi, er álag á augnvöðva of mikið og þú færð þreytu- og höfuðverki í ennið, hvifilinn og aftan í hálsinn.

Kjálkinn og hálsinn.

Efstu hálsvöðvarnir spennast alltaf þegar við tyggjum. Kyngingarvöðvarnir byggja á því að hálsinn haldist stöðugur á meðan við tyggjum og kyngjum. Oft er eina virkni kyngingarvöðva þegar við kyngjum munnvatni, og kyngingin styrkir tungurótarvöðvana. Samspilið á milli munnvatnsframleiðslu, styrks í kyngingarvöðvum hefur mjög heilsubætandi áhrif á efri hluta meltingarfæranna. Munnvatnsframleiðsla er allt að einn liter á dag. Á nóttinni er engin munnvatnsframleiðsla. Munnvatn inniheldur sótthreinsandi og verkjastillandi efni sem hreinsa og deyfa smásár þegar við bítum í kinn eða tungu. Það á líka við að munnvatn hreinsar vélinda og efra op maga á líkan hátt. Sótthreinsandi áhrifa munnvatns er vanmetið, enda getur verið gott að tyggja tyggigúmmí til að styrkja tunguvöðvana og auka munnvatnsframleiðslu. Ef þú vaknar á morgnana með auma kjálkavöðva og höfuðverkurinn getur það verið vegna þess að þú gnístir tönnum á nóttinni. Mögulega getur verið til gagns að fara til tannlæknis að fá bitgóm sem þú notar á nóttinni. En þú þarft líka að vita hvers vegna þú gnístir tönnum. Við verjum okkur með því að spenna vöðvana þegar við birgjum inni tilfinningar okkar eða viljum ekki láta í ljós tilfinningar. Tilfinningar eins og sárindi, þreytu, löngun sem grátur leysir úr hömlum. Gleymdar tilfinningar geta einning valdið spennu í vöðvum og vanlíðan. Það getur verið gleymska fyrir jafnvægi, kláða, verkjum, þrýstingi, þreytu eða“fatique”, sem veldur sálarvanda og þarf jafnvel huglæga atferlismeðferð til að laga.

Hálsinn þegar þú sefur.

Til þess að hálsinn hvílist þarf koddinn að vera svo þykkur að hann styðji við hálsinn þegar þú liggur á hliðinni. Lítil börn og unglingar geta sofið án kodda eða með mjög þunnan kodda. Þegar við eldumst og slit gerir hálsliðina stirðari eru neðstu hálsliðirnir keimlíkir brjóstliðunum í lögun svo brjóstbeygja virðist hærri. Bestu legustellingarnar eru á hliðinni og á bakinu. Aldrað fólk hvílist vel ef koddinn er hærri eða við að nota tvo þunna til að styðja vel við höfuðið. Þú þarft að hafa höfuðið þannig staðsett í legu á bakinu að öndunarvegurinn er vel opinn. Þegar þú liggur á hliðinni, á koddinn að styðja við hálsinn svo að hann sé beinn og samsíða rúminu. Ef þú átt vanda til óþæginda skaltu síður sofa á maganum. Þegar þú liggur á maganum, liggur höfuðið til hliðar og það rífur úr gleymsku verki sem hugsanlega eru áberandi á daginn. Aðalatriðið er að þú náir djúpa svefninum sem er svo nauðsynlegur fyrir réttuvöðva baksins.

Hálsrígur.

„Æ, hálsinn á mér“ segjum við þegar við vöknum einn góðan veðurdag og við getum ekki hreyft höfuðið vegna stífleika í vöðvum og liðum hálsins. Verkir í hálsi og hnakka eru næst algengustu kvartanir fólks þegar um bakveiki er að ræða. 60-70% manna fá einhvern tímann að finna fyrir þeim. Hvað hefur gerst? Þú hefur legið í slæmri stellingu með höfuðið, kannske með sveigðan og reigðan háls. Það getur reynt á liði og liðbönd sem eru umhverfis fíngerða hálsliðina. Þú hefur kannski líka legið í trekk og kulda. Bakvöðvarnir eru mjög viðkvæmir fyrir trekk og kulda. Ef þú finnur fyrir þreytu eða eymslum aftan á hálsinum, skaltu gæta þess að sitja hvorki né liggja í dragsúg. Á veturna skaltu vera hlýlega klæddur og í þessum aðstæðum nota trefil. Þú getur fengið hálsríg við að snúa höfðinu skyndilega til hliðar. Þá getur skomið bólga í eða við bogaliðina, en þensla nálægt beininu er verkjafull þar sem bólgan ýtir mjúkvefjum að hörðu beininu. Þá verða vöðvarnir veikir og styrkurinn fer úr hálsvöðvunum að bera höfuðið upprétt, hreyfa það á liðþófunum og erfitt er að láta höfðuið hvíla allan daginn á hálshryggjarliðunum með veikum vöðvastuðningi.

Varnar- og viðgerðarhæfni líkamans.

Öll meiðsli virkja varnar- og viðgerðarkerfi líkamans. Hreyfitengd meiðsli valda staðbundum sársauka og vöðvarnir auka spennuna og leitast við að halda svæðinu kyrru. Við þessar breytingar leitast jafnvægisskynið að færa burðinn upp eftir hálsinum eða niður eftir hryggnum. Þessar breytingar valda gjarnan skekkju. Þessi spenna er ósjálfráð vöðvaspenna sem kemur í veg fyrir að meiðslin aukist. Á meðan vöðvarnir halda svæðinu kyrru, hefst viðgerðarferlið. Einkennin eru bólga, verkur, hiti, fjórða ónæmisatriðið rauðka sést ekki. Blóðflæði eykst á svæðið. Bólguferlið sér um viðgerðarstarfið, á meðan eykst þrýstingur á svæðnu sem getur þrýst á taug. Viðgerðarferlarnir á svæðið græða vefina, bólgan rennur burt og verkirnir minnka. Að lokum kemst hreyfingin í samt lag og skekkja hverfur. Þetta viðgerðarferli tilheyrir ónæmiskerfi líkamans og er eins í öllum líkamsvef nema liðþófum. Þar er þessum viðgerðarferli öðruvísi háttað vegna þess að liðþófarnir hafa ekki blóðflæði um háræðanet eins og annar líkamsvefur. Þegar liðþófi rofnar fer fram viðgerð þar sem frumur á svæðinu framleiða límefni sem límir saman enda rofsins. Þetta tekur nokkra daga. Síðan harðnar límingin og frumur á svæðinu framleiða trefjaefni sem bindur viðgerðina. Í allt tekur sú viðgerð allt að sex vikum. Það þarf að taka mark á sársaukanum sem fylgir viðgerðarkerfinu til þess að viðgerð geti átt sér stað og þú líðir minna á meðan á því stendur og í framhaldinu. Oft vantar leiðtoga í þessum aðstæðum s.s. kiropraktor eða sjúkraþjálfa til greiningar, skrafs og ráðagerða eða vegna meðferðar á hálsinum. Ekki má gleyma þessum tilfinningum.

Hvíld og ró.

Ef þú ert með hálsríg skaltu aðgæta hve hreyfing er lítil í hálsinum. Eðlileg áframhreyfing er 50°, eðlileg afturhreyfing er 63°, og hliðarhreyfingarnar eru 45°. Snúningshreyfingin er eðlilega 80°. Ef þú getur teygt hálsinn er gott að miða við stirðustu hreyfingu og fara ekki lengra í hreyfingunni en stirðasta hreyfing leyfir í allar áttir.

  • Ef þú þarft að hvíla hálsvöðvana þegar þeir ráða ekki við burð höfuðsins er gott að hvíla sig útafliggjandi e.t.v. í 15 mínútur öðru hverju, með góðan stuðning undir hálsi, hnakka og höfði.
  • Fyrstu 2-3 dagana getur verið gott að nota kælibakstur á vöðvana aftan á hálsinum (réttuvöðvana), einkum þegar þú liggur fyrir. Settu kælibaksturtinn inn í þunnt handklæði og staðsettu hann við hálsvöðvana þannig að þú liggir á kælibakstrinum. Nóg er að gera þetta í 10 mínútur í senn.
  • Ef það hentar betur að vera á fótum má búa til mjúkan hálskraga sem þú býrð til úr handklæði. Brjóttu handklæðið (90×45 sm) á langveginn fjórum sinnum og vefðu því um hálsinn. Þú festir handklæðisendann með stórri öryggisnælu. Hálskraginn má ekki þrengja að, en á að styðja hálsinn.
  • Ef verkurinn og stirðleiki er viðvarandi í marga daga er gott að leita sér aðstoðar kírópraktors, læknis eða sjúkraþjálfara.
  • Ef heimsóknum til fagaðila er ábótavant er gott að setja hitabakstur á hálsinn þegar verkurinn er orðinn viðvarandi í nokkrar vikur. Það linar daglegan vanda.

08.05.2018 Tryggvi Jónasson kiropraktor