Ljóðið er frá skjólstæðing sem var tíður gestur á stofunni.
Hann togar háls og teygir bak,
Tryggvi heitir hann Jónasson
og útspekúlerað er allt hans tak
á öllum sem bíða oft lon og don
til þess eins að láta lúskra á sér
svo þeim líði betur en ekki ver.
Það brakar og brestur beinum í,
en bíddu nú hvernig stendur á því,
það er nefnilega þannig sko, ekkert spaug,
hann liðkar bein og losar af taug
stress eða streytu, sem oft liggur í leyni
sko hann losar um og léttir meini
því kíropraktor karlinn er
eða hnykkari eins og það kallast hér.
Ef þú ert með verk, eða átt við stress að stríða
þá vita skalt þú það er þess virði að bíða
því hann Tryggvi, trúðu hann veit hvað er best
ég myndi treysta honum að hnykka hest.
1994 B.J.